Óþekkt orka! Hvaðan? Hví?
Jæja, það er greinilega orkubúst hjá ljónum þessa dagana. Skil ekki útaf hverju ég er ekki farin að geispa og missa einbeitningu uppúr kl. 2 á daginn. Gæti verið útaf allri góðu hvíldinni sem ég fékk um helgina. Gæti líka verið af því að ég einstaklega vel nærð eftir helgina. Allavega, ég tek þessari orku fegins hendi enda margt sem hefur sitið á hakanum undanfarnar vikur.
Er farin að þrá hita og sól. Ekki er hægt að treysta íslensku sumri til að sjá manni fyrir svoleiðis lífsnauðsynjum. Draumurinn og planið er að fara eitthvað í sól seinni part sumars. En þar sem að ég hef oft, oft, oft planað svoleiðis ferðir sem ekkert hefur orðið úr... þá læt ég mig ekki dreyma of mikið :) Hófleg svartsýni er skynsamleg í mínu tilfelli !
Þorsteinn Óli fór í heimsókn í Ölduselsskóla í dag. Það er þáttur í einskonar aðlögun fyrir stubbana sem byrja í skóla í haust. En, come on... hann er LITLA barnið mitt. Hvað er hann að fara að gera í skóla?? Hann skrifaði mér bréf í gær :) Vantar stafi hér og þar og allt það. En samt frábært, sérstaklega því að hann skrifaði "TL BESDU MÖMU Í HEMI" ;) Maður er svoddan sucker fyrir svona... and they know it and use it against me.
Annars er lítið að frétta. Same ol' stuff bara. Er að hugsa um að reyna að nýta óþekktu orkuna skynsamlega og fara að versla snöggvast.
Luv and kisses
Er farin að þrá hita og sól. Ekki er hægt að treysta íslensku sumri til að sjá manni fyrir svoleiðis lífsnauðsynjum. Draumurinn og planið er að fara eitthvað í sól seinni part sumars. En þar sem að ég hef oft, oft, oft planað svoleiðis ferðir sem ekkert hefur orðið úr... þá læt ég mig ekki dreyma of mikið :) Hófleg svartsýni er skynsamleg í mínu tilfelli !
Þorsteinn Óli fór í heimsókn í Ölduselsskóla í dag. Það er þáttur í einskonar aðlögun fyrir stubbana sem byrja í skóla í haust. En, come on... hann er LITLA barnið mitt. Hvað er hann að fara að gera í skóla?? Hann skrifaði mér bréf í gær :) Vantar stafi hér og þar og allt það. En samt frábært, sérstaklega því að hann skrifaði "TL BESDU MÖMU Í HEMI" ;) Maður er svoddan sucker fyrir svona... and they know it and use it against me.
Annars er lítið að frétta. Same ol' stuff bara. Er að hugsa um að reyna að nýta óþekktu orkuna skynsamlega og fara að versla snöggvast.
Luv and kisses
<< Home