Sé loksins fyrir endann á þessu eldhúsi!

Jæja, í vikunni gerðust þau undur og stórmerki að ég fékk borð- plötuna mína :)
Þurfti hjálp þriggja vaskra manna við að koma henni hérna inn enda langt að fara frá bílastæði (sem er btw mjög pirrandi). En eins og áður sagði, þá fékk ég hjálp frá hressum mági, heitt elskuðum kærasta og múraranum sjálfum. Þvílík þyngd, tvær borðplötur milli 150-200 kg. hvor.
Ekki reyndist þetta allt passa saman sem skyldi en það er aukaatriði í bili og er verið að vinna að úrbótum :)
Pabbi kom svo í gær og tengdi vatnið aftur :D Þvílíkur lúxus að hafa svona vatn í eldhúsinu sínu!! Steini afi kom svo og setti lista undir skápana og eina plötu. Hann ætlar að reyna að ljúka sínu verki hérna í dag. Hvað er þá eftir? Jú... eins og þið sjáið er veggurinn milli skápana ennþá eins og sýkt tröll hafi snýtt sér á hann. Well, múrarinn bauð áframhaldandi þjónustu og ætlar að steypa plötur á vegginn og föndra eitthvað við hann. Skil ekki aaalveg hvað hann var að meina en það lofaði góðu :) Helluborðið er líka komið í samband svo ég gæti soðið mér ýsu... ef ég vildi það á annað borð.
Það er alveg lygilegt hvað koma upp mörg smávægileg vandamál. T.d. bara í gær komu upp eftirfarandi vandamál sem töfðu okkur um marga klukkutíma:
1. Heitavatns inntaksrörið er á fáránlegum stað og það þurfti að pípa einhverja spes leið frá því.
2. Innstunga sem átti að vera fyrir uppþvottavél var dauð með öllu. Tók einn og hálfan tíma að finna útúr því.
3. Það vantaði ca. 40 cm upp á listana undir skápana. Þetta kostaði ferð í IKEA og heilan 180 cm. lista fyrir 2800 krónur.
4. borðplatan reynist vera ca. einum cm of stutt. Það þýddi major vesen til að uppþvottavélin komist á sinn stað.
Svona vandamál valda því að þó að það líti alltaf út fyrir að vera bara pínulítið eftir að þá er það ekki raunin.
Ofsalega er ég fegin að þetta sé að verða búið. Og ofsalega er ég þakklát fyrir alla hjálpina sem ég hef fengið.
Er búin að vera að reyna að taka aðeins til hérna... mér skilst að það sé ekki gáfulegt að raða inní skápana ennþá þar sem ennþá á eftir að saga og bora eitthvað ennþá. Er að fara að setja hillurnar inní skápana núna. Það hlýtur að vera í lagi.
Góðar stundir og takk fyrir að lesa ;)