Monday, January 09, 2006

Svei...

Í dag er 9. janúar sem þýðir að það eru 22 dagar eftir af mánuðinum. Sem er ekki gott. Ástæða: fjárhagsáætlun er í rúst!

Ef að ég lifi af þennan mánuð... og hugsanlega næsta mánuð - þá verð ég glöð. Og ef ég lifi alveg fram í ágúst... þá verð ég ennþá glaðari! Nei ok. Ástandið er nú ekki svo slæmt en verra en ég er búin að venjast. Kannski af því að ég keypti uppþvottavél á laugardaginn... yebb, ya heard me... Uppþvottavél!!! Er reyndar ekki búin að sækja hana, hún er bara í búðinni að bíða. Bíða eftir elsku Hönnu sinni. Við verðum góðar vinkonur, ég og vélin. Annars er ástand eldhúss óbreytt. Enn að bíða eftir borðplötunum, smiðurinn á enn eftir að festa einn skáp o.s.frv. En þar sem ég er full af stóískri ró (ásamt hóflegu magni slakandi lyfja) þá kippi ég mér ekki lengur upp við svoleiðis smámuni. Og að sjálfsögðu er ég að berjast við að standa við áramótaheitið og hafa stjórn á skapinu ;)

Helgin var ágæt, þrír litlir gaurar í action :) Fór til læknis á fimmtudaginn sem tilkynnti mér að sennilegast væri ég með ónýtar taugar í hendinni. Aha. Frábært. Svona var samtalið við lækninn:

Ég: Halló læknir, er eitthvað heilt á mér?
Læknirinn: já, önnur miðju-táin og þriðja rifbein vinstra meginn. Annað er ónýtt.
Ég: Ó! Er þessi tá í lagi, semsagt? (bendi á miðjutá)
Læknirinn: já... eða nei ekki lengur. Þú braust hana þegar þú bentir. Núna er rifbeinið það eina sem er heilt. Ég er hræddur um að ég verði skrifa beiðni fyrir þig. Beiðni í Sorpu.

Jámm, svona er lífið. Sorpa getur hins vegar ekki tekið við mér vegna of mikils úrgangsefna eftir jól og áramót. Sögðust ætla að sjá til í mars hvort ég kæmist að.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com