Áramóta ...geit?

Stundum hef ég strengt áramótaheit. Þar sem ég er oft stórtæk á furðulegum sviðum þá hef ég yfirleitt strengt mörg áramótaheit. Sum hafa staðist... önnur hins vegar ekki!!
Áramótaheitið mitt í ár er bara eitt að þessu sinni:
Árið 2006 ætla ég að læra að stjórna skapinu mínu betur!!
Svo má að sjálfsögðu reyna að tileinka sér aðra góða hluti eins og að stunda reglulega líkamsrækt eða hætta að reykja. Sjáum til...
Langar líka að gera eitthvað skemmtilegt... eins og fara til útlanda... á afmælinu mínu. Ég er nebbla að verða 30 ára :-o
<< Home