2005/2006

Well well well.... þá er eitt árið í viðbót liðið. Í þetta skiptið var það árið 2005 sem var að klárast. Gerum örlitla úttekt snöggvast:
Janúar 2005: Afhverju man ég ekkert eftir janúar 2005?! Nú væri gott að hafa gamla bloggið sitt sem uppflettirit :) Held að ég hafi farið í bústað... samt ekki viss!
Febrúar 2005: Ekkert merkilegur mánuður! Fasteignabrask byrjar og ég kaupi Flúðaselið. Tók rosalega mikið til heima hjá mér á þessum tíma (bara útaf því að íbúðin mín var á sölu!).
Mars 2005: Fæ Flúðaselið afhent og er með magasár útaf sölu á Leirubakka. Stressaður mánuður!
Apríl 2005: Hmmm... apríl. Man ekkert eftir apríl. Magasár útaf Leirubakka halda þó áfram. Fæ mér lögfræðing til að klára sölu á íbúð.
Maí 2005: Sala á Leirubakka klárast loksins. Geðheilsa slæm. Ekki góður mánuður!
Júní 2005: Sumarið byrjar á sambandssliti við hr. Beck. Ég og Sunna förum austur til Helgu á Djúpavog. Kynnist Jóa betur. Góður mánuður :)
Júlí 2005: Vinna vinna vinna, mikið að gera í vinnu. Rámar þó í einhverja sólardaga... gæti verið misminni. Jói flytur tímabundið til okkar, góður sambýlingur það. Fínn mánuður...
Ágúst 2005: þarna tók ég eitthvað lítilsháttar sumarfrí sem varð voða lítið úr. Fór þó í bústað með Jóa og sonunum. Gríðarlegur vinnukvíði gerir vart við sig. Í heildina þokkalegur mánuður.
Sept 2005: hmm.... eins og venjulega á haustin fagna ég því að lífið fari í "fastar skorður" aftur. Mikið að gera í vinnunni.
Okt 2005: Smá af hefðbundnu októberþunglyndi gerir vart við sig. Þó ekki mikið í þetta sinn. Synir mínir eiga afmæli í fimmta og sjöunda skipti.
Nóv 2005: Jói kaupir sér íbúð og flytur þangað. Skrýtið að upplifa samband svona "afturábak". Fer að huga að eldhúsbreytingum. Hannes kemur heim frá USA, sonum mínum til mikillar ánægju. Skrýtinn mánuður.
Des 2005: hér fór tíminn meira í iðnaðarmannastörf heldur en hefðbundinn jólaundirbúning. Líðan líkust rússíbana en er komin í jafnvægi um jólin. Jólin voru stutt og undarleg en alveg ágæt. Árið klárað með fjölskylduvænum áramótum og tveim stórum rakettum! :D
Niðurstaða úttektar: Árið 2005 snarbreyttist þegar það var hálfnað. Til hins betra. Mun betra. Tel mig vera ansi heppna að svo mörgu leiti. Ég á góða íbúð, ég er ágætlega stæð fjárhagslega, ég á tvo frábæra syni, yndislega fjölskyldu og kærasta sem virðist hafa hoppað af "kærasta-óskalistanum" mínum :)

Hef góða tilfinningu fyrir árinu 2006. Gleðilegt ár allir og takk fyrir gömlu góðu árin :*
<< Home