Good things in life

Þar sem að mér finnst ég búin að vera frekar neikvæð á þessu bloggi mínu undanfarið þá ætla ég hér með að bæta úr því og nefna nokkra stóra og litla hluti sem maður gleymir stundum hvað maður er lánsamur að upplifa.
Birta
Í dag hefur sólin skinið viðstöðulaust á okkur borgarbúa. Nei, það er ekki hlýtt úti samt en dagurinn er alltaf að lengjast og vorið á næsta leiti.
Morgnar
ég elska að Gerður sé búin að hella uppá heitt og ilmandi kaffi handa mér á hverjum morgni þegar ég kem í vinnuna. Vélarkaffið í vinnunni er ógeðslegt þannig þetta hefur bjargað fyrir mér mörgum morgnum.
Vinátta
Það er ómetanlegt að eiga góða vini og ég á þá bestu :)
Knús
Að vakna við hlýtt og krúttlegt knús frá yngri syni mínum er frábært. Þá sjaldan sem hann vaknar á undan mér.
Toblerone
Nammi getur gert kraftaverk við orkuleysi á dimmum dögum :)
Peningar
Ég er þakklát fyrir að geta séð fyrir mér og sonum mínum og þurfa ekki að spá í hverri einustu krónu lengur. Þó að ég sé langt frá því að geta leyft mér allt sem ég vil þá þarf ég allavega ekki að kveljast úr kvíðaverkjum um hver mánaðarmót lengur.
Afkvæmi
Hraustir, heilbrigðir, greindir, kátir og góðir synir er meira en nokkur mamma getur beðið um. Ég er ótrúlega þakklát. I rest my case.
Tónlist
Það er fátt sem gott lag á réttum tíma getur ekki lagað. Eins er frábært að heyra fólk spila á hljóðfæri... svo lengi sem það getur það með einhverju móti :)
Samstaða
Ég elska að sjá hvað synir mínir eru mikið "team" þegar á reynir. Þó að þeir geti rifist eins og tvær gamlar kellingar stundum þá þykir þeim greinilega vænt um hvorn annan.
Tilfinningar
Ég er þakklát fyrir að finna þá ólýsanlegu tilfinningu að vilja gera allt fyrir aðra mennskju. Þó að þetta sé vissulega tilfinning sem gerir mann brothættan þá er hún vel þess virði.
Afslöppun
Að vita stundum að það er ekkert sérstakt sem ég þarf að gera er ómetanlegt. Horfa á Tv, drekka kaffi, lesa blöðin... það er málið.
Internetið
Vá, allir elska það, er það ekki?? Ógrynni afþreyingar og ónotfhæfra upplýsinga. Hver getur beðið um meira?
Snerting
Að fá að snerta einhvern sem manni þykir vænt um er hreinlega lífgefandi. Stundum segir snerting meira en milljón orð og sparar manni því tíma, er það ekki ? :)
Hlátur
Rugl, vitleysa og aulabrandarar geta bjargað svartasta degi.
Vatn
Sturta eða bað gerir mann ekki bara hreinan heldur getur það líka á undraverðan hátt hreinsað hugann.
Þetta ætti að vera nóg til að gera mann hamingjusaman, allavega á köflum er það ekki?
<< Home