Thursday, September 01, 2005

Sepppptember!

Þá er komið haust. September að byrja og allt. Mælirinn í Grafarholti sýndi 4°C í morgun sem segir svosem meira en dagsetningin. Mælinn í Mosfellsbæ sýndi hinsvegar 7°C, en mun ég fyrr dauð liggja en að viðurkenna að það er hlýrra í forarpytti alheimsins heldur en í Reykjavíkinni minni! Bilaður hitamælir í Mosó semsagt! :)

Mjög mikið að gera núna. Enn og aftur er hinn verkstjórinn hérna í vinnunni farinn í frí og ég er ein að reyna að sjá um þetta batterí. Verð að segja að það tekur á taugarnar að díla við þetta þessa dagana. Finnst ég verða þreyttari og þreyttari með hverjum deginum sem er sjálfsagt raunin. Vona að ég geti hvílt mig eitthvað um helgina.

Over and out
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com