Wednesday, July 06, 2005

Nýtt upphaf!

Þá er maður kominn í felur með aðra bloggsíðu :) Hljómar hálfasnalega en svona er þetta bara.

Tveir fyrrverandi kærastar og ein fyrrverandi kærasta nýja kærastans míns (flókið??) eru ekki fólk sem ég tel að sé æskilegt að fylgist með mínum bloggskrifum. Annars er mér alveg sama - þeim virtist ekki vera það. Annars er ég ekki að biðja neinn um að koma inná þessa síðu. Fólk hlýtur að geta ákveðið hvort það vilji lesa þetta eða ekki :)

Annars er allt gott að frétta, brjálað að gera hérna í vinnunni. Er eini bossinn eins og er, sem þýðir að ég er algjörlega bundin hérna.

Edda mín eignaðist svo lítinn strák 25.júní!! Hef því miður ekki heyrt almennilega í henni síðan. Kann illa við að hringja í fólk sem er nýbúið að eignast barn. Álagið sem símhringingar og heimsóknir geta valdið er verulegt. Allavega fannst mér það. Langar bara að tala við Eddu mína í góðu tómi þegar fer aðeins að róast hjá henni. Vona að hún haldi ekki að ég sé ekki að hugsa til hennar :/

Er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega skotin í kærastanum mínum :) Búið að vera ansi erfitt að halda ró minni og láta fólk í kringum mig ekki hafa áhrif á þetta nýja samband mitt. En það hefur svo sannarlega verið þess virði að standa þetta af sér :)

Þessi færsla er bara stutt - mikið að gera í vinnunni :**************
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com