Monday, July 11, 2005

Mánudagur

Enn einn bjánadagurinn kominn. Það var soldið erfitt að vakna klukkan 6 í morgun en hafðist þó með smá hjálp.

Það er aldrei erfiðara að vera verkstjóri heldur en þegar lítið er að gera! Hljómar kannski asnalega en satt engu að síður. Ég keyrði grey starfsfólkið mitt svo út í morgun að nú er eiginlega bara allt búið - og hvað þá?? Þá þarf ég að tína til allskyns uppfyllingar verkefni fyrir liðið. Og þegar maður kemur þeim síðasta fyrir í einhverju verkefni, þá er einhver annar búinn og er verkefnalaus!! Sé fram á að hleypa liðinu bara heim um þrjúleitið, má víst ekki gera það fyrr.

Ennn ég er samt föst í pappírsvinnuflóði frá helvíti- kemst ekki heim klukkan þrjú :(

Annars átti ég bara fína helgi. Mesta letihelgi sem ég hef upplifað lengi :) Gaman að hanga bara heima með glænýja kærastanum sínum - eins gott að nýta tækifærið áður en hann fær leið á mér ;-)

Váááá hvað tíminn líður ekki á mánudögum... tveir og hálfur tími eftir í þessu God forsaken company!! Damn!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com