Monday, December 10, 2007

Dessemmper



What's cookin' ya good lookin' ? Hvernig gengur ykkur í jólaundirbúningi? Ég skelli upp lista:

Keyptar jólagjafir: 3 stykki. Það er ok.. ennþá
Jólaskreytingar í íbúð: Komnar upp!! Vá, hef örugglega aldrei verið svona snemma í því áður.
Jólalög sungin: Mörg. En kannski bara hálft í einu því að allir slökkva þegar ég syng :(
Jólakort skrifuð: Zero! Best að fara ekki fram úr sér í jólaundirbúningi sko...
Jólakökur bakaðar: Engin. Kannski nenni ég að baka piparkökuhús... kannski ekki.
Jólaföt keypt: Búin að kaupa á strákana, ekki á mig. Veit ekki hvort ég fer í jólaköttinn eða ekki þessi jólin... verður spennandi að komast að því.
Staða jólahreingerningar: BÚIN!!!

Þarna sjáið þið að ég er bara á ágætis róli með þetta. Sem er mjög óvanalegt fyrir mig í rauninni. Vei fyrir mér!

Héldum afmæli minnsta strumpsins í gær. Hann varð fimm ára á föstudaginn og ber aldurinn bara nokkuð vel :) Núna er ísskápurinn minn fullur af kökuafgöngum sem bíða eftir því að vera borðaðir. Ætli þeir endi ekki bara í ruslinu. Allavega ætla ég ekki að borða þá :-/ Maður þarf að passa línurnar í desember, alltof margar freistingar í gangi!!!

Jæja, best að halda áfram að stressa sig hérna í vinnunni... það er svo rosalega gaman. Ta, ta!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com