Monday, November 12, 2007

Köben, afmæli yngri ungans, upprisa hornsins og eigið líf

Köben var fín. Stutt ferð en fín. Verslað. Borðað. Verslað. Drukkið kaffi.Verslað. Í raun og veru er Köben bara svona eins og Rvk. Verð er svipað og veðrið m.a.s. svipað. Danmörk eru ekki svona útlönd í þeirri merkingu!

Steini minn, yngri unginn minn, varð sjö ára þann 31.okt. Ég hélt bekkjarafmæli þeirra bræðra tvö kvöld í röð. Ég verð að segja að ég er ofsalega fegin að það er ár í næstu afmæli ;)

Synir mínir eru búnir að vera erfiðir við mig undanfarið þ.e.a.s. þeir heyra ekki alveg hvað mamma þeirra er að biðja þá um. Ég verð að segja alveg eins og er að ég kann illa að díla við svona. Ég hef alltaf náð góðu sambandi við þá þó að þeir hafi farið í gegnum sín "feis". Sat heillengi í gærkvöldi og ræddi við þá og fannst ég loksins í fyrsta skipti í nokkrar vikur ná til þeirra. Kannski er ég bara að ofdekra þessi litlu dýr mín í staðinn fyrir að láta þá vinna svolítið fyrir hlutunum. Við ákváðum í sameiningu að sem refsingu fyrir óhlýðni undanfarna daga myndi ég taka af þeim bassann og gítarinn í mánuð. Vona svo sannarlega að þessu "feisi" fari að ljúka, það er ótrúlega orkusjúgandi að þurfa að segja sama hlutinn billjón sinnum.

Í þessari viku erum við Jói að byrja framkvæmdir á íbúðinni minni. Og reyndar tengdó líka. Þau eru ótrúlega hjálpsamar og aktívar manneskjur og ég er mjög þakklát fyrir það. Manni veitir ekki af smá "bústi" af og til. Reyndar eru þetta ekkert stórar framkvæmdir (þannig lagað séð) og við vonumst til að geta klárað þessa flutninga og allt um helgina. Eitthvað segir mér að þetta verði ansi busy vika en svo vonandi er þetta líka bara búið í bili!

Þangað til næst...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com