Wednesday, January 03, 2007

Nýtt ár

Tvöþúsundogsjö, herrar mínir og frúr. Oddatöluár, þau eru yfirleitt betri að mínu mati!

Núna er tíminn sem að allir kíkja smá inná við og skoða hvort eitthvað megi breytast til batnaðar. Allir ættu svosem að finna eitthvað sem má bæta í eigin fari og áramót eru ekkert verri tími en annar til að taka sjálfan sig smá í gegn. Áramótaheit er þetta víst kallað... þegar fólk heitir sjálfum sér og öðrum bót og betrun á einhverju sviði.

Ég strengdi áramótaheit... sem er að sjá til þess að aðrir framfylgi sínum áramótaheitum. Ég hef keypt mér písk, svipu og táragas. Auk þess hef ég útbúið lítið fangelsi fyrir þá sem springa á limminu.

Ég þarf ekki að strengja áramótaheit sjálf, þar sem að ég er óaðfinnanleg og fullkomin í alla staði....right...bæ.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com