Ætli það sé ekki kominn tími á blogg, svei mér þá. Stikla hér á stóru...
FríEr búin að vera í sumarfríi núna á aðra viku. Fríið hefur verið að mestum hluta nýtt í það að klára það sem á eftir að gera hérna í íbúðinni. Keypti mér plötur á milli eldhússkápanna og ég og Sunna brugðum okkur í iðnaðarmannabúninginn og skelltum þeim upp! Þetta fer nú allt að klárast þarna í eldhúsinu :)

Annað hefur líka fengið að sitja á hakanum í íbúðinni minni þangað til núna í fríinu. Tók tölvuherbergið alveg í gegn, svefnherbergið bíður og herbergi strákana þarf líka smá yfirhalningu.
Skelltum okkur í bústað í Húsafelli síðustu helgi og það var fínt fyrir utan veikindi kærasta og systur. Húsafell er snilldarstaður fyrir börn, nóg að gera. Fékk algjört flipp stórkostlegri uppblásinni hoppidýnu, skoðuðum Hraunfossa, Barnafoss og Surtshelli... sem reyndist svo ekki vera Surtshellir, heldur einhver wannabe Surtshellir sem heitir Stefánshellir. Well... illa merkt helladrasl! Gaman samt :)
Nýr bíll !!
Já viti menn! Haldiði að skvísan sé bara ekki búin að kaupa sér bíl. Eftir að hafa verið á merktum fyrirtækisbíl í fimm ár þá er það lúxus! Fjárfesti í Hondu CRV, klassafjölskyldubíl. Loksins nóg pláss fyrir strákana og fullt af dóti. Mamma átti svona bíl fyrir nokkrum árum og mig hefur alltaf langað í svona bíl. Bara ljúft sko :D Fórum á honum í Húsafell um helgina og hann reyndist mjög vel - bara snilld!
Afmæli
Já mar. Þá er maður bara að detta í "ðe bigg þrí ó". Þar sem ég er með afburðum löt og skemmtanageld kona að þá hef ég ákveðið að vera bara róleg. Smá kaffiboð fyrir fjölskyldu, útað borða með Mr.Right og svo lítilsháttar get-to-gether seinna um kvöldið. Ég tók vel á því á 25 ára afmælinu, hélt riiiisaveislu og allt það. Nenni því ekki aftur. Kannski þegar ég verð fertug, sjáum til. Kannski þegar ég vinn Óskarinn næst, sjáum til.
Rockstar Súbbernóa!
Það hafa allir skoðun á Rockstar :) Magni hefur komið mér á óvart, því að ég hef aldrei verið hrifin af honum. Hann hefur greinilega ekki verið á réttri hillu í Á móti sól! Hann er bara þrususöngvari, strákgerpið. Mér finnst bara þessir þættir eitthvað svo... æjjj. Fake? Fóní? Með óverreited hasbeens grúppu? Allavega, Magni er að standa sig vel, en ég vona hans vegna að hann vinni þetta ekki :) Mér líst ekkert á þessa grúppu. Fyrir utan Jason eru þetta bara vitleysingar. Ég meina... halló.... Gilby Clarke?! Who the hell? Með G'n'R á hvað... einni plötu?? Tommy Lee... ó mæ god... honum væru allir búnir að gleyma ef ekki væri fyrir Pamelu Anderson. Ég er ekki að segja að þetta séu slæmir tónlistarmenn... en mér finnst þeir bara overrated. Fyrir utan Jason samt... eins og áður hefur komið fram :) Eitt sem hefur verið frábært í þessum þáttum - gamla góða "grönjsið" rifjaðist upp fyrir manni. Svona overall þá verð ég að segja að það er mín uppáhalds tónlistartegund.
Annað
Það er allt hið besta að frétta annars. Lífið er oftast nær ósköp ljúft - eða eins ljúft og heilbrigð manneskja getur gert kröfu á :) Synir mínir eru alltaf jafn yndislegir, þeir eru þó á einhverju ömurlega leiðinlegu rifrildisstigi núna. Þeir rífast allan daginn eins og tvær gamlar úrillar kerlingar. Einhver valdabarátta í gangi sem vonandi verður lokið sem fyrst. Ég er alltaf jafn ótrúlega skotin í kærastanum mínum og sakna hans eins og versta gelgja ef ég hitti hann ekki í nokkra daga. Það hlýtur að vera jákvætt!
Læt þetta duga að sinni, lofa að vera duglegri á blogginu :)