Tuesday, August 29, 2006

Muniði.... muniði....




Jæja, bitches!

Allir spenntir fyrir Rockstar: Supernova? Reglulega gaman að eftir allar Eurovision niðurlægingarnar að við íslendingar fáum það aftur á tilfinninguna að við séum it! Eða... að Magni sé it! Og hann er flottur, strákurinn og stendur sig vonandi vel í kvöld. Muniði bara að kjósa!! 5 sms kosta innan við 100 kall... það er ekki mikið fyrir að halda honum inni og horfa á úrslitaþátt með The Iceman innanborðs. Upp með símana, nirflar Íslands - kjósiði!! Myndasvæðið í þessari bloggfærslu er helgað Magna... eða æðunum á hausnum á Magna. Hann er Rokkari! Með stóru R.

Skólinn er byrjaður hjá strákunum og allt að komast í rútínu aftur, guði sé lof. Þorsteinn er kátur í skólanum þó að hann sé ekkert alveg voðalega sáttur að láta skilja sig eftir á morgnana. Einhver voðalegur spenningur í gangi. Að öðru leiti gengur bara allt súper vel, líst mjög vel á kennarann hans, sýnist hún geta haft ágætis stjórn á þessum litlu vitleysingum.

Synir mínir eru að éta mig út á gaddinn! Hvað varð um tvo litlu strákana mína sem borðuðu eins og flugur? Núna éta þeir eins og tveir fullvaxta togarasjómenn á vertíð. Þeir borða hvor fyrir sig miklu meira en ég og reyndar klára stundum matinn áður en ég næ að fá mér. Þeir eru reyndar ekkert að blása út þannig að ég verð bara að ganga út frá því að þeir þurfi þessa orku. Vitið þið um mörg 6 ára börn sem borða tvo hamborgara??? Nei... ég bara spyr.

Afmælið mitt fór ósköp vel, fallega og rólega fram. Bauð foreldrum og systrum í afar hóflegt kaffiboð á laugardeginum. Fékk ossalega fína pakka (gaman gaman!!), glænýjan síma, ljósmyndaverk, skartgripi og fullt af blómum (þar af einn blómvönd sem er næstum stærri en ég). Ég ellllska afmæli. Yndislegur kvöldverður með enn yndislegri kærasta og svo var gripið í Buzz með nokkrum útvöldum seinna um kvöldið. Það er aldreilis ljómandi að vera orðinn svo gamall að maður þarf ekki einu sinni að halda partý. Fólk skilur það bara þegjandi og hljóðalaust að maður er orðinn of gamall fyrir þessháttar vitleysisgang! BTW, hafið þið farið í BUZZ? Þeir sem hafa áhuga á tónlist og solleis ættu virkilega að prófa.

Fyrir utan spenning yfir Supernova, erfiða skólamorgna og tvo hákarla við matarborðið er semst allt frábært að frétta. Lítið en gott.

Ekki gleyma að kjósa í kvöld!!! Því þá þarf ég að lemja ykkur... og mér er illt í hendinni.

Góðar stundir, suckers
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com