Bara aðeins að segja HALLÓ, HVAÐ SEGIÐ ÞIÐ GOTT?

Nei sko... sumarið er bara allt í einu komið!
Lengsti dagur ársins var í gær og kl. 12 á miðnætti var ennþá sól. Er ekki gaman að búa í landi sem er svona margbreytilegt? Bara svona skemmtilega misjafnt eitthvað? Ekki?!? Nú jæja þá.
Í vinnunni í dag er frekar rólegt enda búið að vera geðveikt undanfarna daga. Merkilegt hvað fólk verður miklu skemmtilegra þegar sólin skín. Ég myndi hiklaust skjóta á að fólk brosi svona 25,7 prósent meira í sól heldur en í rigningu. Þó ber að hafa í huga að þetta er ekki vísindaleg niðurstaða og ekki æskileg í heimildarvinnu hverskonar.
Sæti forritarakærastinn minn hefur skipt um vinnu og er nú farinn að vinna hjá Símanum. Hann er búinn að fá fullt af allskyns nýju tölvudóti og gsm og allskyns. Verð að segja að ég er soldið abbó. Hver segir að mig langi ekki í nýjan lappa og gsm og solleis?? Fyrst svona er komið verð ég að hætta að vera Óvinur Símans #1. Þó að ég og Síminn höfum aldrei "seen eye to eye" þá ætla ég að gefa þeim annað tækifæri (ég er svo góð, næstum eins og Jesú!). Eitt mega þeir þó eiga, þeir hlúa vel að starfsfólkinu sínu. Þeir mega fá gott kredit fyrir það. Að öllu gríni slepptu þá held ég að þetta sé frábær staður til að vinna á og ég samgleðst mínum manni 150% :)
Annars er lítið að frétta. Mig langar í heilsuátak. Og neinei, ég er ekki að fara í megrun en mig langar til að hreyfa mig meira og ná upp þoli. Og neinei, ég er ekki að fara í maraþon eða eitthvað rugl. Hugmyndin er að fá betri hreyfingu og útiveru t.d. með labbi eða skokki. Deffinetly ekki sundi samt! *hrylllll*
Allt gott að frétta af sonum mínum. Þeir eru úti alla daga að leika sér og láta smá rigningu ekkert á sig fá. Stebbi er á leikjanámskeiði hjá ÍTR og er voða kátur þar. Annars er hann alltaf voða kátur allsstaðar, þessi elska. Steini Óli er á endasprettinum í leiksskólanum sínum. Hann sagði mér um daginn að það sem væri erfiðast við að vera 5 ára væri "allt þetta VAL í leikskólanum". Aha. Þvílík og önnur eins kvöð og óréttlæti. Össs!
Læt þetta nægja í bili, kidz - veriði stillt og prúð í sólinni