Mannlegt eðli eða viðbjóður?

Í gær heyrði ég af manni sem var búinn að halda framhjá kærustunni sinni í ár. Án hennar gruns eða vitundar að sjálfsögðu. Þessi grunlausa kona hélt að hún hefði fundið ást lífs síns á meðan að hennar heittelskaði svaf hjá fyrrverandi við hvert tækifæri. Einhverra hluta vegna er ég búin að hugsa um þetta fram og til baka síðan í gær. Ég þekki þetta fólk lítið sem ekkert en var þó búin að mynda mér þá skoðun að þetta væri "góður strákur".
Hvað er að? Hvernig er hægt að gera svona? Hvernig er hægt að horfa framan í kærustuna sína daglega og láta eins og ekkert sé? HOW??
Að mér vitanlega hef ég ekki lent í framhjáhaldi. Og ekki segja mér ef þið vitið betur, takk :) Samt hef ég alltaf verið skíthrædd um að það gerist. Og afhverju? Jú, líkurnar eru miklar. Ef ég lít í kringum mig þá er allt morandi í framhjáhaldi. Ég veit að fólk getur orðið ástfangið þó að það sé í sambandi. Það er í raun og veru ekkert við því að gera, fólk ræður víst ekki yfir tilfinningum og allt það. ENNN... það ræður hins vegar hvort það "actar" eitthvað, hvort það gerir eitthvað í málinu. Leiðirnar eru þrjár: Að reyna að kæfa tilfinningarnar og halda áfram í gamla sambandinu, að slíta gamla sambandinu og láta reyna á hitt og svo er þriðji möguleikinn... að halda framhjá!! Og það er möguleiki sem fólk virðist velja ansi oft.
En ást tengist framhjáhaldi ekki nærri því alltaf. Sennilega sjaldan. Fólk virðist bara vera svo andskoti sjálfhveft að það tekur það sem það getur - bara afþví að það kemst upp með það!! Aðilar sem höndla ekki smá athygli og kjósa að baða sig í henni á kostnað tilfinninga annara. Léleg sjálfsmynd? Hugsanlega. Langar í thrill? Já, örugglega. Vantar athygli? Eflaust. Tilbúið að særa makann sinn fyrir lífstíð? Já, afhverju ekki.
Við þurfum að treysta í blindni á makann okkar. Það er ekki hægt að vera í sambandi ef ekkert traust er til staðar. Framhjáhald er ekki eitthvað sem gerist bara á hótelherbergjum seint á kvöldin. Það getur átt sér stað hvar og hvenær sem er. Maður þarf að taka stóran séns þegar maður er í sambandi. Að treysta í blindni. Ég get varla séð að eitt og eitt lygamælipróf inná milli skaði neinn svosem :D
Ég held að bottomlinið sé oft að fólk hefur ekki hugrekki til að slíta samböndunum sínum. Til að hlífa sjálfu sér þá heldur það áfram að fara á bak við makann sinn.
Viðkvæmt subject hér á ferð. Allt hefur tvær hliðar og bla bla bla. Mín skoðun er þessi: framhjáhald er framhjáhald er framhjáhald... og það er aldrei réttlætanlegt.
Bingó, over and out!
<< Home