Wednesday, November 09, 2005

Breyttar uppeldisaðferðir!


Sælnú. Kalt í kuldanum þessa dagana, svona in case að einhver hafi ekki tekið eftir því. Komst að því í fyrradag að ég er eitthvað að klikka í uppeldinu. Stefán horfði á Jóa taka þvott af þurrkgrindinni og spurði hann svo "á mamma ekki að gera þetta??". OMG! Mér varð ljóst að þrátt fyrir áhuga sona minna á heimilisstörfum er ég oftast að flýta mér of mikið að ljúka þeim af til að leyfa þeim að hjálpa mér. Því að jú, vissulega seinkar það verkinu heilmikið að hafa tvo "hjálparkokka" í verkunum. Hef þó ákveðið í ljósi þessarar athugasemdar frá Stefáni að héðan í frá taki þeir virkan þátt í þessu með mér. Á myndinni er Steini að búa til "sokkakúlur" eftir að hafa flokkað alla sokka þeirra bræðra af þurrkgrindinni. Í dag hendu þeir upp úr einni þvottavél og þetta gekk bara ágætlega. Fyrr mun ég dauð liggja heldur en að ala upp tvö litla ósjálfbjarga karlmenn.

Annars er þokkalegt að frétta. Steini búinn að vera veikur í tvo daga með barkahósta og Stefán er fullur af kvefi. Allir virðast vera lasnir þessa dagana - vona að ég sleppi!

Jói er búinn að kaupa sér íbúð og fær afhent eftir helgina. Ekki öfunda ég hann að vera að standa í leiðinlegasta prósessi mannkynssögunnar; íbúðakaupum! Alltaf einhverju sem seinkar og eitthvað sem klikkar. En íbúðin er frábær og í sama hverfi og mín þannig að hann sleppur ekki langt :)

Sólskinið hún systir mín átti afmæli í fyrradag og óska ég henni aftur til lukku og krukku. En þar sem hún er búin að liggja í flensu eins og flestir þá hef ég ekki afhent henni afmælispakka og knús ennþá.

Har det bra :*

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com