Thursday, October 20, 2005

Nýtt commentakerfi í dag!

Jæja náði mér í annað commenta-kerfi á þetta blogg í von um að helv. spam-bloggið hætti. Veriði nú dugleg að tjá ykkur, gott fólk.

Ég er búin að vera á "auto-pilot" í allan dag sem þýðir að ég vinn eftir ákveðinni 10 ára gamalli, mjög þjálfaðri rútínu og get slökkt algjörlega á heilanum á mér á meðan. Svona dagar eru nauðsynlegir af og til. Fínt er að kveikja á "auto-pilotinum" strax á leiðinni í vinnuna. Þetta orsakar að ég man oft ekki eftir því að hafa keyrt í vinnuna en það er önnur saga...!

Eldri sonur minn verður sjö ára á laugardaginn. Sjö ára já. Heyrirðu það Guðrún!? Hann er að verða sjö!! Keypti afmælisgjöf handa honum í gær. Pakkinn í ár kemur til með að innihalda úlpu, tvær herramannabækur og DVD tónleikadisk með KORN.

Já, ykkur finnst kannski skrýtið að Hr. Skellur og tónleikar með KORN fari í sama afmælispakkann en svona er þetta. Stebbi er brjálaður rokkari en jafnframt mikill aðdáandi herramannana.

Afmæli verður þó ekki haldið formlega þessa helgi heldur þann 30. október. Þá held ég sameiginlegt afmæli fyrir þá bræður. Steini verður nebbilega fimm ára þann 31.október... fimm ára. Þessir drengir eru auðvitað gríðarlegur mælikvarði á hvað tíminn líður hratt. Þetta hlýtur að þýða að ég er að verða gömul kona! Mér finnst ég alltaf vera bara einhver krakkavitleysingur og er alltaf að bíða eftir því að verða fullorðin, ábyrg og þroskuð! Ég er orðin hrædd um að það gerist varla úr þessu ... held bara áfram að vera vitleysingur í eldgömlum líkama. Arrg.. hræðileg tilhugsun!

Það var sannkallaður letidagur hjá mér í gær því synirnir gistu hjá ömmu í Grófó í nótt. Fór í ljós og í Smáralind og svo að skoða tvær íbúðir með Jóa. Önnur var í Gljúfraseli og var hálfskrýtin eitthvað. Mjög undarlega skipulögð. Allavega ekki heillandi. Hin var í Hraunbæ og var mjög vel skipulögð og rúmgóð. Samt ekki "the" íbúðin. Markaðurinn hefur reyndar lítið breyst síðan ég var að kaupa í vor þannig að ég get gert sjálfa mig að sérlegum ráðgjafa við val á íbúð. Spurning hvort einhver hlustar á mig hinsvegar :-) Ég hreyfði svo hvorki legg né lið eftir að heim var komið. Eldhúsið mitt var hertekið og hálftíma seinna fékk ég frábæran pottrétt inní stofu. Hreint út sagt guðdómlegt ástand... :-)

Ég er hinsvegar alltaf að bíða eftir því að eldhúsið mitt verði klárað :-( Er orðin ansi vondauf um að þetta klárist nokkurntíman að öllu óbreyttu. Þarf að setjast niður með smiðnum mínum og reyna að ákveða hvað hægt er að gera. Ég enda sjálfsagt með því að kaupa bara innréttingu. Núverandi ástand er ömurlegt og ég er orðin mjög þreytt á því að hafa hálft eldhúsið mitt inní svefnherbergi!

Jæja, læt þetta duga í bili. Ætla að stilla aftur á "Auto-pilot".
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com