Bakstur fyrr og síðar
Ég sá mér til mikilliar skelfingar í gærmorgun að ég átti ekkert brauð. Þar sem ég var í ágætis stuði ákvað ég að baka brauð. Svona rétt eins og mamma gerði í gamla daga þegar ekki var til brauð.
Sjálfsagt eyddi ég samtals klukkutíma í baksturinn sem heppnaðist ágætlega. Sá hinsvegar strax að þetta er ekki sama hagkvæmnin og þetta var í gamladaga þegar ég var krakki.
Fyrir það fyrsta eru brauð mjög ódýr í dag. Stórt heimilsbrauð kostar kringum 120 krónur. Hráefnið í brauðið mitt var mun dýrara, svo ekki sé minnst á tímann sem fór í bakstur og þvott á hveitklístruðum áhöldum. Svona heimabökuð brauð (eins góð og þau eru nú) endast heldur ekki eins og venjuleg, keypt brauð.
Ég held að það sé það sama hægt að segja um margt sem húsmæður gerðu í den. T.d. sultugerð. Tíminn sem ég myndi eyða í berjatínslu, hreinsun og suðu í sultugerð myndi engann veginn borga sig! Heldur ekki sláturgerð. Þetta er ótrúleg uppgötvun fyrir mig - ég sem ætlaði að verða svona gamaldags húsmóðir!
Er hins vegar ennþá að bíða eftir því að það verði ódýrara að fara með föt í hreinsun heldur en að þvo þau sjálfur... please god, let that day come soon!
Sjálfsagt eyddi ég samtals klukkutíma í baksturinn sem heppnaðist ágætlega. Sá hinsvegar strax að þetta er ekki sama hagkvæmnin og þetta var í gamladaga þegar ég var krakki.
Fyrir það fyrsta eru brauð mjög ódýr í dag. Stórt heimilsbrauð kostar kringum 120 krónur. Hráefnið í brauðið mitt var mun dýrara, svo ekki sé minnst á tímann sem fór í bakstur og þvott á hveitklístruðum áhöldum. Svona heimabökuð brauð (eins góð og þau eru nú) endast heldur ekki eins og venjuleg, keypt brauð.
Ég held að það sé það sama hægt að segja um margt sem húsmæður gerðu í den. T.d. sultugerð. Tíminn sem ég myndi eyða í berjatínslu, hreinsun og suðu í sultugerð myndi engann veginn borga sig! Heldur ekki sláturgerð. Þetta er ótrúleg uppgötvun fyrir mig - ég sem ætlaði að verða svona gamaldags húsmóðir!
Er hins vegar ennþá að bíða eftir því að það verði ódýrara að fara með föt í hreinsun heldur en að þvo þau sjálfur... please god, let that day come soon!
<< Home