Svartur húmor...
Fékk sendann link á brandarasíðu sem heitir Bunny Suicides. Þó að ég hafi hugsað margoft meðan ég skoðaði þessa brandara "oj, hvað þetta er nasty", þá hló ég samt eins og geðsjúklingur. Kannski er ég bara þreytt, svöng og einmana í vinnunni og finnst þetta fyndið útaf því ;)
Annars er allt gott að frétta. Sama geðveikin og venjulega hérna í vinnunni en allt gengur þó vel. Þegar ég fór að heiman frá mér í morgun var allt hvítt úti. Ekki mikill snjór en nóg til þess að maður fengi smá hroll og hugsaði til nagladekkjanna í skottinu. Mér finnst reyndar allt í lagi að hafa smá snjó... smá! Það lýsir aðeins upp þennan annars dimma tíma sem fer nú í hönd.
Sofnaði loksins á kristilegum tíma í gærkvöldi eða uppúr 23:00. Ætlaði að horfa á Jay Leno en endaði hrjótandi í sófanum. Það þurfti 5 tilraunir til að vekja mig aftur. Þó að það sé vissulega kostur að sofa fast þá getur það líka verið svolítill ókostur. Sérstaklega þegar ég virðist oft vera vakandi og segi allskyns þvælu sem ég man ekki eftir :-/
Svo lengi sem ég er ekki að senda fólk sms í svefni er ég samt nokkuð sátt.
Annars er allt gott að frétta. Sama geðveikin og venjulega hérna í vinnunni en allt gengur þó vel. Þegar ég fór að heiman frá mér í morgun var allt hvítt úti. Ekki mikill snjór en nóg til þess að maður fengi smá hroll og hugsaði til nagladekkjanna í skottinu. Mér finnst reyndar allt í lagi að hafa smá snjó... smá! Það lýsir aðeins upp þennan annars dimma tíma sem fer nú í hönd.
Sofnaði loksins á kristilegum tíma í gærkvöldi eða uppúr 23:00. Ætlaði að horfa á Jay Leno en endaði hrjótandi í sófanum. Það þurfti 5 tilraunir til að vekja mig aftur. Þó að það sé vissulega kostur að sofa fast þá getur það líka verið svolítill ókostur. Sérstaklega þegar ég virðist oft vera vakandi og segi allskyns þvælu sem ég man ekki eftir :-/
Svo lengi sem ég er ekki að senda fólk sms í svefni er ég samt nokkuð sátt.
<< Home