Tuesday, October 11, 2005

ZZZzzzzzzz!

Vá, hvað ég var þreytt í morgun! Það er ekkert að hjálpa manni að það sé orðið dimmt á morgnana - líður eins og ég sé að vakna um miðja nótt :/

Ég verð að fara fyrr að sofa! Öllu jafna er ég að sofna milli klukkan 00:30 - 02:00. Sem er ekki gott því ég vakna klukkan 6:30. Eins verð ég að láta synina fara fyrr í rúmið. Í gær sofnuðu þeir klukkan hálfníu og voru því mjög þreyttir í morgun. Hálfátta er málið! Þeir vildu bara kúra áfram undir sæng í morgun. Það er mjög erfitt að vera ákveðið foreldri í svona tilfellum, maður er að berjast við að hoppa ekki sjálfur aftur undir sæng. Skildi þá mjög vel!

Loksins er ekki massíf undirmönnun hérna í vinnunni. Þrír nýir starfsmenn mættir til leiks. Jei! Þarf að temja þá og berja í nokkra daga. Brjóta þá niður andlega og láta þá kalla mig Guð. Bara þetta venjulega ferli þegar ég ræð nýtt fólk í vinnu....

Jæja, ætla að sitja grafkyrr og láta mig dreyma um að ég sé sofandi!

Ekki trufla mig!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com