Mánudagsröfl
Enn einu sinni er víst kominn mánudagur og netið hérna í vinnunni er í fokki sem aldrei fyrr! Óskiljanlegi tölvukallinn er væntanlegur til að kíkja á þetta. Sem þýðir að ég þarf að koma mér í burtu um leið og hann kemur. Síðast þegar hann kom blaðraði hann við mig í tíu mínútur og ég skildi ca. 7 orð af öllu sem hann sagði. Og þá erum við að tala um orð eins og "já", "og", "nei" og slík smáorð. Skrýtið að fólk sem að talar svona svakalega óskýrt reyni ekki að bæta sig.. hlýtur að vera pirrandi að það sé sagt 100 sinnum "ha?!" mann á dag. En hvað veit maður, kannski er hann búinn að bæta sig heilmikið... kannski var hann algjörlega óskiljanlegur einhverntímann :)
Langur vinnudagur í dag þar sem hinn verkstjórinn er enn einu sinni farinn í frí. Eða núna er hann reyndar á "námskeiði"... Í Lettlandi! Gaman að vita hvað hann lærir mikið á því - hugsanlega lítið nema að segja "skál" á lettnesku ef ég skil svona "námskeið" rétt.
Ágæt helgi að baki. Gerði svosem ekki mikið, hékk bara. Fékk svo skaðræðis magapínu í gær - hélt ég væri komin með matareitrun á háu stigi. Er góð í dag svo að þetta hefur ekki verið neitt alvarlegt. Hugsanlegt að óútskýranlegt geimverufóstur hafi tekið sér bólfestu í líkama mínum. Líklegasta skýringin hingað til.
Jæja, back to work. Have a nice day, suckers!
Langur vinnudagur í dag þar sem hinn verkstjórinn er enn einu sinni farinn í frí. Eða núna er hann reyndar á "námskeiði"... Í Lettlandi! Gaman að vita hvað hann lærir mikið á því - hugsanlega lítið nema að segja "skál" á lettnesku ef ég skil svona "námskeið" rétt.
Ágæt helgi að baki. Gerði svosem ekki mikið, hékk bara. Fékk svo skaðræðis magapínu í gær - hélt ég væri komin með matareitrun á háu stigi. Er góð í dag svo að þetta hefur ekki verið neitt alvarlegt. Hugsanlegt að óútskýranlegt geimverufóstur hafi tekið sér bólfestu í líkama mínum. Líklegasta skýringin hingað til.
Jæja, back to work. Have a nice day, suckers!
<< Home