Skrýtna nútímafólk...
Las grein um helgina eftir Héðin Unnsteinsson (held örugglega að hann heiti það) sem er einhver WHO sérfræðingur í geðheilbrigðistmálum að mér skilst. Hann var að skrifa um sjálflægni nútímafólks og hvernig það gæti hugsanlega haft áhrif á geðheilbrigði. Mér fannst þetta snilldargrein hjá honum. Meðal annars segir hann í greininni:
"Það er eins og það renni upp fyrir mér þessa dagana að e.t.v. sé það besta sem ég get gert fyrir sjálfan mig það að gera eitthvað fyrir aðra. Að þversögn lífsins og lífshamingjunnar sé að gefa það sem manni langar mest í sjálfum. Það hljómar hálf öfugsnúið á tímum sem einkennast af andhverfu þess fyrrnefnda. En þannig er það samt, jafnvel þó nær allt umhverfi okkar segi annað, þá ber okkur að hugsa útfyrir okkur sjálf í þeirri viðleitni okkar að verða að gagni og gleyma eigin tilvist. Þannig náum við lífsflæðinu, því sama og þegar við vorum börn og gleymdum tíma og stund í leik. Þannig erum við best, án sjálfshyggju og hamingjusöm í tóminu. "
Mér finnst þetta mjög góður punktur. Það er búið að innprenta svo í fólk að það eigi að hlúa vel að sjálfu sér, hugsa fyrst um sig og vera gott við sjálft sig. Er það nóg? Langar okkur ekki öllum líka til að einhver annar sé góður við okkur, hugsi um okkur og láti okkur liða vel? Hvar á maður að leita eftir slíku ef allir eru með sjálfa sig efst í forgangi? Ég vitna aftur í snillinginn hann Héðinn :
"Það sem við öll þurfum og þráum: athygli er æ erfiðara að upplifa í heimi sem nærist á sjálfhyggju."
Á meðan allir eru að keppast við að "finna sjálfa sig", "gefa sjálfum sér tíma", "rækta innra sjálfið" eða "uppgötva sjálfa sig uppá nýtt" þá gleymist algjörlega það frábæra og sígilda concept að það sé betra að gefa en þiggja.
Allir vilja athygli, allir vilja alúð og umhyggju. Og flestir vilja það frá fleirum en sjálfum sér á endanum :)
Þetta var hugvekja dagsins í boði Gevalia með undirleik Gorillaz. Hafið það gott í dag og verið góð við aðra líka.
"Það er eins og það renni upp fyrir mér þessa dagana að e.t.v. sé það besta sem ég get gert fyrir sjálfan mig það að gera eitthvað fyrir aðra. Að þversögn lífsins og lífshamingjunnar sé að gefa það sem manni langar mest í sjálfum. Það hljómar hálf öfugsnúið á tímum sem einkennast af andhverfu þess fyrrnefnda. En þannig er það samt, jafnvel þó nær allt umhverfi okkar segi annað, þá ber okkur að hugsa útfyrir okkur sjálf í þeirri viðleitni okkar að verða að gagni og gleyma eigin tilvist. Þannig náum við lífsflæðinu, því sama og þegar við vorum börn og gleymdum tíma og stund í leik. Þannig erum við best, án sjálfshyggju og hamingjusöm í tóminu. "
Mér finnst þetta mjög góður punktur. Það er búið að innprenta svo í fólk að það eigi að hlúa vel að sjálfu sér, hugsa fyrst um sig og vera gott við sjálft sig. Er það nóg? Langar okkur ekki öllum líka til að einhver annar sé góður við okkur, hugsi um okkur og láti okkur liða vel? Hvar á maður að leita eftir slíku ef allir eru með sjálfa sig efst í forgangi? Ég vitna aftur í snillinginn hann Héðinn :
"Það sem við öll þurfum og þráum: athygli er æ erfiðara að upplifa í heimi sem nærist á sjálfhyggju."
Á meðan allir eru að keppast við að "finna sjálfa sig", "gefa sjálfum sér tíma", "rækta innra sjálfið" eða "uppgötva sjálfa sig uppá nýtt" þá gleymist algjörlega það frábæra og sígilda concept að það sé betra að gefa en þiggja.
Allir vilja athygli, allir vilja alúð og umhyggju. Og flestir vilja það frá fleirum en sjálfum sér á endanum :)
Þetta var hugvekja dagsins í boði Gevalia með undirleik Gorillaz. Hafið það gott í dag og verið góð við aðra líka.
<< Home