Sunday, October 23, 2005

Stóri strákurinn minn


Stebbi varð sjö ára í gær. Ótrúlegt hvað sjö ár eru bæði fljót og lengi að líða :)

Fljótt að líða að sumu leiti og lengi að öðru. Þetta litla dýr breytti öllu lífi mínu og ég er ótrúlega þakklát fyrir að eiga hann, þó að hann hafi komið svolítið óvænt :)

Afmæli var ekki haldið formlega á laugardaginn, hann fékk samt pakka og við fórum á KFC. Strákunum í bekknum verður boðið heim á miðvikudaginn og næstu helgi verður fjölskylduafmæli þeirra bræðra. Steini á afmæli 31.okt svo það er fínt að slá þessu saman. Á myndinni er hann með gítarinn hans Jóa. Hann hékk með hann þangað til að hann varð þreyttur í bakinu. Það kostar fórnir að vera rokkari :)

Ætla að vera til ófyrirmyndar og kaupa afmælisköku fyrir bekkjarafmælið á miðvikudaginn. Kostar skít á priki og er mjög flott. So why not?!

Annars var þetta fín helgi. Fór á opnun á hárgreiðslustofunni Texture á laugardagskvöld og kíkti svo í afmæli til frænda hans Jóa. Þetta var allt mjög fínt svona miðað við að maður þekkir ekki marga :) Vorum komin snemma heim (kl. 23) og þá búin að standa í fimm klukkutíma. Mér var illt í bakinu fyrir vikið (ég er aumingi).

Læt'etta duga í bili - hafið það gott!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com