Saturday, October 01, 2005

Skytturnar þrjár!


Í dag er búið að vera mikið stuð á heimilinu. Fórum í Mjódd þar sem Þorsteinn var að syngja með öllum leikskólum Breiðholts á sk. Breiðholtsdegi :)

Almar Freyr, litli strumpurinn hans Jóa var svo hjá okkur restina af deginum og er óhætt að segja að þegar saman eru komnir þrír strákar á aldrinum 3,5 og 7 er mikið stuð í gangi. En það gengur þó ótrúlega vel, sérstaklega þegar er búið að taka öll sverð og barefli úr umferð! Þeir eru algjörir snillingar :)

Myndin er tekin í sumarbústaðnum sem við vorum í, í ágúst.... á einhverju ótrúlegu augnabliki þar sem brjálæðingarnir sátu actually allir kyrrir.

Annars er lítið að frétta, lífið heldur áfram og ég flýt með.

Chao í bili
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com