Loksins...
... er kominn föstudagur. Loksins, loksins, loksins. Þessa vika hefur verið löng og leiðinleg og ekkert meira um það að segja.
Ég tók eftir því áðan að það vantar fínu fínu myndina mína á bloggið mitt í hægra hornið. Vitiði útaf hverju?? Ha? Vitiði það?? Ég skal segja ykkur það.
Myndin var vistuð á heimasvæðið hjá kallinum mínum. Og þar sem úrþvætti alheimsins eyddi heimasvæðinu hans um daginn þá hvarf myndin mín. Angar eyðileggingarnar teygja sig víða. Kæmi mér ekki á óvart þó að Seðlabankinn, Alþingi og Leifstöð lægu niðri líka.. en það væru svosem smámunir miðað við að eyða mynd af hinni kátu kókoshnetu!
Sunna systir er að fara til Kína á morgun. Sem blaðamaður verður hún viðstödd opnun hjá Glitni á kínversku útibúi. Ég væri alveg til í að skreppa með, jafnvel sem handfarangur. Örugglega ekkert leiðinlegt að kaupa jólagjafir í Shanghæ!
Jæja, best að fara að vinna eitthvað - og njóta þess að það sé föstudagur. Því að bráðum verður kominn mánudagur aftur sjáiði til....
Ég tók eftir því áðan að það vantar fínu fínu myndina mína á bloggið mitt í hægra hornið. Vitiði útaf hverju?? Ha? Vitiði það?? Ég skal segja ykkur það.
Myndin var vistuð á heimasvæðið hjá kallinum mínum. Og þar sem úrþvætti alheimsins eyddi heimasvæðinu hans um daginn þá hvarf myndin mín. Angar eyðileggingarnar teygja sig víða. Kæmi mér ekki á óvart þó að Seðlabankinn, Alþingi og Leifstöð lægu niðri líka.. en það væru svosem smámunir miðað við að eyða mynd af hinni kátu kókoshnetu!
Sunna systir er að fara til Kína á morgun. Sem blaðamaður verður hún viðstödd opnun hjá Glitni á kínversku útibúi. Ég væri alveg til í að skreppa með, jafnvel sem handfarangur. Örugglega ekkert leiðinlegt að kaupa jólagjafir í Shanghæ!
Jæja, best að fara að vinna eitthvað - og njóta þess að það sé föstudagur. Því að bráðum verður kominn mánudagur aftur sjáiði til....
<< Home