Monday, December 04, 2006

ahha...


Ég vissi það. Það kom mánudagur aftur strax! Ég var að vona að þeir myndu bara sleppa þessum mánudegi úr... en nei. Mánudagur it is...

Byrjaði vikuna vel. Svaf yfir mig. Vaknaði ekki fyrr en 7:27 og það af sjálfsdáðum. Þoli ekki svona. En sem betur fer gat ég bara klætt mig, burstað tennur og hoppað út í bíl því að synirnir eru hjá pabba sínum.

Helgin var góð. Eyddum laugardeginum í tiltektir og framkvæmdir í sameigninni hjá Jóa. Það góða við svona daga er að manni líður svo vel þegar þeir eru á enda :). Gærdagurinn var mun meira chill. Heimsókn til "tengda"ömmu og afa og svo settum við upp jólaskraut hjá Jóa. Mitt jólaskraut er hinsvegar svo langt og djúpt grafið inní geymslu hjá mér að ég þarf hjólsög, dínamít og krana til að ná því. Mun reyna að gera það í dag samt. Hvar fær maður dínamít á þokkalegu verði?

Keypti mér jólakjól í gær líka. Ég skemmdi fína, fína rauða kjólinn sem kallinn minn gaf mér. Þegar ég var að fara á jólahlaðborðið síðustu helgi þá kom blettur í hann :( Mjög leiðinlegt því að þetta er klikkað flottur kjóll. MÆJA! Þú verður að kíkja á hann með mér, kannski er hægt að bjarga honum! Þú ert mín síðasta von!

Sunna systir er kát í Kína fyrir utan að farangurinn hennar klúðraðist og varð eftir í London. Lesa má grein eftir hana í Mogganum í dag beint frá Kína! Hún ætlar að kaupa handa mér svona kínverskan kjól, svona úr silki og öklasíðan - handmade og allt. Hmm... er ég að verða kjólafíkill? Nei,nei. Ég kaupi mér mjög sjaldan föt þannig að þetta er allt í lagi :)

Annars er bara allt það besta að frétta. Hugurinn er kominn þónokkuð við jólastússið og það er gott. Komst bara í ágætis jólaskap í gær við að keyra um Garðabæinn og skoða flottu jólaljósin. Heyrði svo "Do they know it's Christmas" og þá kom sjálfur jólaandinn alveg beint í æð. Segi það enn og aftur... máttur tónlistar er ómetanlegur og engu líkur.

Bæ að sinni, folks.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com