Wednesday, December 27, 2006

Jólakvaþ?

Þá eru aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum yfirstaðnir og allir eru ennþá spriklandi á lífi (e. alive and kickin'). Þetta stress og hamagangur sem fylgir þessari hátíð er alltof, alltof mikið. Alltof.

Í vikunni fyrir jól sá maður stressið magnast hjá fólki (ritari meðtalinn). Fólk fór að líta undarlega á mann og hreyta út úr sér "ertu búin að gera allt fyrir jólin???". Þegar maður svaraði neitandi að þá létti yfir fólki og það eygði von um að vera ekki einu aumingjarnir sem næðu ekki að "klára allt" fyrir jólin. Þetta er satt. Þetta er klikkun!

Maður má þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki orðið undir a.m.k. 50 innkaupakerrum, 30 bílum, 120 fjölskyldum, 6 hreindýrum o.s.frv. í þessu brjálæði sem hefur gengið yfir verslunarmiðstöðvar landsins. Af hverju er þetta svona?´

Nú finnst mér ég þurfa að taka það skýrt og greinilega fram að ég tek 100% þátt í þessu rugli. Ég reyni reyndar að keyra ekki yfir fólk í búðum (yfirleitt) en stressið er samt það sama. And for what??

Eitt kvöld. Eitt kvöld þar sem allt á að vera fullkomið. Ekkert má fara úrskeiðis og ekkert má vanta. Guð hjálpi því greyi sem brennir við sósuna eða gleymir að þvo blett úr skyrtu. Ekkert nema sólarhrings fangelsisvist nægir til að refsa þeim vitleysingi.

Aumingja börnin okkar sem eru búin að heyra endalausar jólaauglýsingar, jólatónlist og jólakjaftæði allan mánuðinn eru orðin stjörf af spenningi. Ég held að áreiti á börn í desember sé stórlega vanmetið. Og það virðist alltaf vera að aukast. Og ekki bætum við foreldrarnir svo ástandið með okkar stressi þar sem hver dagur fyrir jól er þaulplanaður og enginn tími fyrir ró og næði.

Og nei ég hata ekki jólin. Ég í raun elska jólin og átti mjög góð jól. En ég finn líka fyrir spennulosi og jólaþynnku (sem á ekkert skylt við áfengi). Það er víst undir hverjum og einum komið hvernig þeir halda sín jól. Næsta ár langar mig að ignora allar auglýsingar, fjölmiðla og samfélagið almennt og halda jól í bústað lengst út í sveit. En kannski er það ekki alveg jafngaman... :)

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com