Wednesday, December 13, 2006

Jólasnjór, jólapakkar, jólapanikk....




Damn... 11 dagar í jól!!

Hvað er málið með tímann og hvers vegna er hann allt í einu með rakettu í rassgatinu?

Ég er orðin stressuð útaf þessu öllu sem er algjörlega það sem ég ætlaði EKKI að gera. Ég er að fara að upplifa mín þrítugustuogfyrstu jól og ennþá er ég ekki búin að læra að byrja FYRR á jólaundirbúningi!!

Hvað er ég búin að gera?

Gjafir keyptar: tvær! og ég keypti þær í gær....

Jólakort skrifuð: Ekkert!

Jólaföndur: Einn aðventukrans!

Bakstur: enginn (nema afmælisbakstur og hann telst ekki með!)

Jólalög sungin: nokkur

Jólalög sungin fyrir aðra: Tvö... og var beðin um að þegja.

Jólaskreytingar heima hjá mér: Ástand bagalegt!

Jólafílingur í prósentum: 63% ... sem er slæmt miðað við daga til jóla!

God damn it, will I ever learn???

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com