Thursday, June 14, 2007

Sumar, umar,mar..... humar...?

Jebbs, er í sumarfríi.



Fyndið að fatta allt í einu að það sé komið sumar. Vísbendingarnar voru þessar:



* Allt í einu er langt síðan ég fór í úlpu.

* Það er enginn ofvaxin skólataska á baka sona minna eftir daginn.

* Það er hávaði í sláttuvélum allan liðlangan daginn

* Og lykt af nýslegnu grasi sem er besta lykt í heimi!

* Búin að borða ógrynni af grillmat undanfarnar tvær vikur.

Ég elska sumar...! Þó að það sé ekki alltaf sól (reyndar mjög sjaldan sól) þá er bara nóg að kíkja á almanakið og sjá að það er JÚNÍ!

Fórum í sumarbústað í Skorradal í viku. Það var rigning og rok allan tíman fyrir utan einn dag!! En það var samt fínt :) Að vera langt í burtu frá öllu þessu hversdagslega og venjulega með þremur æðislegum (stundum óþekkum) strákum og einum frábærum manni var snilld :)

Þessi vika er svo bara búin að vera chill. Fór og hitti hana elsku Eddu mína í gær, hún er í bústað í Grímsnesi með manni og syni. OMG, æðislegur þessi sonur!! Frábært að hitta Eddu loksins, hún er algjör perla. Þegar maður á svona mikla sögu með einhverri manneskju þá virðist ekki skipta máli hvort maður hitti hana á tveggja ára fresti eða tveggja daga fresti. Og það er dýrmætt.

Jæja, ég ætla að drulla mér í Sorpu. Með allskyns drasl.

Knús og kossar!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com