Sunday, February 11, 2007

okkkei..

Ég ætlaði bara að blogga smá ... var neydd til að uppfæra Blogger accountinn minn yfir í Google fyrst.

Ekki það að ég elski ekki Google. Google er my thing og hefur verið síðan 1999 en... mér finnst alltaf svolítið óþægilegt þegar sami aðili kaupir allt, er allt og getur allt. Svona ekki ósvipuð tilfinning og Baugstilfinningin. They are everywhere.

Anyways! Núna er sunnudagur og þessi helgi er ekki búin að vera "as planned". Báðir synir mínir fengu gubbupest dauðans á aðfaranótt laugardags svo að við eyddum gærdeginum í gubb. Gærdagurinn átti hinsvegar að fara í allt aðra hluti s.s. bílaþrif, geymslutiltekt og vinnu. En gubbið fékk að ráða. Hail to the vomit!

Í dag ætlum við í afmæli hjá honum Arnari Loga okkar sem er 14 ára gamall í dag. 14 - ára - gamall! Wow. Synirnir eru orðnir hinir sprækustu þrátt fyrir að hafa verið fárveikir fyrir sólarhring. Ekki um annað að ræða en að skella sér í afmæli.

Annars er allt gott að frétta. Janúardoðinn er óðum að hrisstast af mér og orkan vex eftir því. Algjör munur að koma heim til sín kl. rúmlega fimm á daginn og það er ennþá bjart úti.

Þarf að fara og slétta á mér hárið. Ég finn hvað hárið er brjálað... sofnaði með það blautt í gær og vaknaði því eins og ...fáviti í morgun. Ég er komin með leið á sífelldri baráttu minni við eigið hár. Hún hefur staðið yfir í 20 ár er orðin frekar þreytt!!

Adios putas
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com