Thursday, May 24, 2007

Hmmm.. blogg? Hva'er það?

Var ég einhverntíman að blogga, segiði? Ekki man ég eftir því!!

Ég ákvað að setja inn eins og eina færslu þar sem ég stóð sjálfa mig að því að bölva öðrum bloggurum áðan fyrir að skrifa ekkert nýtt á sitt blogg :D

Hvítasunnuhelgin er handan við hornið og svo fer ég í smá sumarfrí 1.júní. Planið er að skella sér í bústað í viku með krakkaskarann. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að veðrið verði þokkalegt. Síðast þegar við fórum í bústað var rok og rigning alla vikuna og allir komnir með snert af "cabin fever".

Í dag er skelfilega lítið um að vera í vinnunni minni, ég er þegar búin að lesa allt internetið (fyrir utan ja.is) í dag og klára öll fyrirliggjandi verkefni. Ég held að ég sé vannýttur starfsmaður :)

Sumarið ætlar að láta bíða eitthvað eftir sér, bölvað. Ég var komin í þennan fína sumargír um miðjan mánuðinn en hei... svo kom snjór!! Hvað er það!? Ég verð brjáluð ef að það kemur annað sumar eins og í fyrra! Það er löngu kominn tími á að skella kaðal í þetta sker og sigla með það eitthvað suður í höf.

Og svo er það pólitíkin. Ég verð að lýsa þónokkurri ánægju með nýstofnaða ríkisstjórn. Að sjálfsögðu hefði ég viljað að Ingibjörg Sólrún hefði staðið við stóru orðin og tekið Ísland strax af "lista hinna staðföstu (morð)þjóða" en svona er þetta alltaf. Fólk lofar og lofar og verður svo að svíkja helminginn til að miðla málunum við samstjórnendur. Fúlt samt. Virkilega. Annars er ég með plott í gangi um að skjóta Halldóri Ásgrímssyni með teygjubyssu yfir til Írak... íklæddum "I love USA"-stuttermabol. Sjáum hvernig hann fílar það, kallinn.

Það er svo langt síðan að ég hef bloggað að ég er að spá í að gera bara svona samantektarlista. Sumsé, lesendur góðir... síðan ég bloggaði síðast er ég búin að:

* borga utanlandsferðina mína! Golden Sands, I'll be there soon :)
* Fara í tvær fermingar m.a. hjá honum Arnari Loga systursyni mínum. ( Shit tíminn líður)
* Fara í afmæli
* Grilla ótrúlega oft miðað við veður
* Fara í klippingu... ég er með topp!! Ég er soldið eins og ellefu ára... en fínt að breyta til.
* Heyra frá lækninum mínum að sennilegast sé ég með kaffi-óþol!! Ég kýs að ignora það.
* Skoða möguleika á breyttum heimilisaðstæðum.
* Horfa upp á eldri son minn koma heim frá frænda sínum með hanakamb!
* Rökræða við eldri son minn um staðalímyndir pönkara.
* Gefa yngri syni mínum ótrúlegt magn af pensillíni í tilraun til að stoppa horframleiðslu for good!
* Eignast gullfisk! (sem reyndar borðar sporðinn af bardagafisknum hans Jóa... ekki mér að kenna)
* Rökræða við sjálfa mig að ég þurfi ekki að eignast ótrúlegustu hluti sem ég hef síðan EKKI keypt. (dugleg)
* Kjósa!
* Kaupa hlutabréf... eftir nokkur ár verð ég Björgólfur Thor (eða what's-his-name)

Ég er hinsvegar EKKI búin að:

* taka til í geymslunni minni. Allt á ganginum ennþá... damn hvað mér finnst þetta leiðinlegt.
* finna línuskautana mína fyrir sumarið. Ég held ég viti samt hvar þeir eru.
* olíubera parketið heima hjá mér... átti að gera það aftur fyrir ári :-

Rosalega þarf maður að fara að bretta upp ermarnar og gerast iðnaðarmaður í nokkra daga. Kannski hægt að nota fríið framundan að hluta til í það.

Jæja, tími til kominn að fara að vinna aftur.

Nú eigið þið að blogga!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com