Monday, February 26, 2007

The black spots in our minds....


Kveikjan á því að skrifa blogg um þetta málefni er pælingar undanfarna daga í hvernig fólk (almennt) tæklar geðheilbrigði sitt.
Geðheilbrigði er ekki eitthvað sem aðeins faglega greindir og viðurkenndir geðsjúklingar þurfa að gæta að heldur hver og ein einasta manneskja.
Á meðan að við sneiðum hjá öllum fitandi sósum, hættum að reykja og tökum 3 tegundur af vítamínum þá er heilinn okkar að streða, eins síns liðs við að halda okkur "sane".
Það er svo merkilegt að eiga samræður við sumt fólk um geðsjúkdóma eða bara almennt geðheilbrigði. Fordómarnir eru svo gríðarlegir og steinarnir fjúka endalaust úr hverjum glugga glerhússins.
En ég nenni ekki að tala um þröngsýnt fólk sem lítur á geðheilbrigði sem sjálfsagt. Ég ætla að tala um allt annað. Ég ætla að tala um "the black spots" sem að allflestir hafa á sálinni og hvernig losna má við þá.
Þessir svörtu blettir geta verið mismargir, misdökkir og misstórir. Ráðið til að þekkja þá er einfalt. Við lokum augunum og hugsum aftur í tímann. Sumir þurfa að hugsa lengi, aðrir mjög stutt áður en þeir rekast á sinn fyrsta blett.
Þegar að við ósjálfrátt eða meðvitað sneiðum frá ákveðnu atviki í fortíð okkar erum við búin að finna svartan blett. Bletturinn er minning sem kallar fram neikvæð viðbrögð hjá okkur. Viðbrögðin eru í formi tilfinninga sem geta verið t.d. reiði, sárindi, samviskubit, skömm, kvíði etc.
Heilinn sneiðir því framhjá eða "hraðspólar" yfir þessa tilteknu minningu vegna þess að við viljum ekki upplifa þessar tilfinningar aftur og jafnvel treystum okkur ekki til þess.
Minningarnar óþægilegu geta haft meiri áhrif á okkur en við vitum og gerum okkur grein fyrir. Þær gætu jafnvel tengst fólki sem okkur þykir vænt um og lita okkar samskipti við það án þess að við spáum í því. Þó að "the black spots" séu ekki alvarlegir er um að gera að losa sig við þá. Hmmm, hvernig?
Enskumælandi þjóðir eiga hið góða orð "closure". Almennileg íslensk þýðing á þessu orði er sennilegast ekki til svo við notumst við það enska.
Til að geta náð "closure" á ákveðna minningu eða atburð sem íþyngir okkur þá þurfum við að rifja upp. Í smáatriðum. Og upplifa jafnvel allskyns leiðinlegar tilfinningar.
Þegar tilfinningarnar hafa allar poppað upp á yfirborðið er kominn smá tími til að analysa þessar tilfinningar. Í sumum tilfellum uppgötvum við strax að þær eiga engan veginn rétt á sér eða eru kjánalegar og við getum strax sleppt þeim og fengið "closure". Í öðrum tilfellum er nauðsynlegt að hugsa aðeins meira. Og hafa eftirfarandi í huga:
1. Fyrirgefningu. Fyrirgefðu þér og öðrum. Það er ekkert þess virði að menga líf þitt.
2. Er möguleiki að maður sé með smá "over react" á tilfinningar?
3. Taktu ábyrgð á því sem er þín sök og ekki kenna öðrum um eitthvað sem ætti að skrifast á þig (og ekki gleyma að fyrirgefa svo sjáfum/sjálfri þér).
4. Hefnd er í langflestum tilfellum röng leið til að tjá tilfinningar. Einungis vítahringur.
5. Mundu að enginn er fullkominn og allir mega gera mistök. Allir. Oft. Svo lengi sem þeir taka ábyrgð á þeim.
6. Þú breytir ekki öðrum eða hvernig þeir hugsa eða hvað þeim finnst um þig. Þú ert sá eini /eina sem þú getur breytt.
7. Er einhver aðili sem bjó til "black spot" hjá þér sem þú vilt tala við og fá "closure"? Gerðu það þá.
Núna er ég að tala um hina basic heilbrigðu manneskju og hennar "black spots". Þeir sem eiga við krónískt þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma að stríða gæti þótt erfitt að afmá svarta bletti án hjálpar.
Eins og ég sagði áðan hafa pælingar um geðheilbrigði verið mér ofarlega í huga undanfarið og það kemur til vegna þess að svo margir í kringum mig eru að ströggla við svona hluti þessa dagana.
Allavega eigum við öll að geta hjálpað okkur aðeins sjálf og muniði að The past made us who we are :)
Spáiði í þessu, elskurnar mínar!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com